Unnur Ómarsdóttir snýr aftur heim í KA/ÞórMyndir: ka.is/Þórir Tryggva

Unnur Ómarsdóttir snýr aftur heim í KA/Þór

Handboltakonan Unnur Ómarsdóttir skrifaði í gær undir tveggja ára samning við KA/Þór. Unnur mun leika með KA/Þór á næsta tímabili í Olís deild kvenna.

Unnur er þrítug en hún er uppalin hjá KA og KA/Þór á Akureyri. Hún lék síðast fyrir KA/Þór fyrir um áratug síðan. Í tilkynningu frá KA segir að það verði virkilega gaman að sjá Unni aftur í búningi KA/Þór í KA-Heimilinu.

„Unnur sem er þrítug og leikur í vinstra horni kemur norður frá liði Fram en þar áður lék hún með Gróttu. Með Fram og Gróttu hefur Unnur unnið allt sem hægt er að vinna og ljóst að koma hennar mun styrkja okkar lið okkar töluvert í baráttunni í Olísdeildinni enda verið einn besti hornamaður deildarinnar undanfarin ár,“ segir á vef KA.

Unnur lék einnig með liði Skrim í Noregi tímabilið 2014-2015 auk þess sem hún hefur leikið 29 landsleiki fyrir Íslands hönd og gert í þeim alls 28 mörk. Þar áður lék hún með öllum yngri landsliðum Íslands.

Einar Rafn Eiðsson, sambýlismaður og barnsfaðir Unnar, skrifaði einnig undir samning á Akureyri í gær en hann mun leika með handboltaliði KA á næsta tímabili. Sjá nánar: Handknattleiksdeild KA semur við þrjá leikmenn

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó