Gæludýr.is

Unnið að því að koma hjartslættinum í Vaðlaheiði í gang

Hjartað hefur ekki slegið um nokkurt skeið

Hjartað hefur ekki slegið um nokkurt skeið

Flestir Norðlendingar muna eflaust eftir rauða hjartanu í Vaðlaheiði sem sló líkt og mannshjarta. Hjartað hefur ekki verið virkt undanfarin misseri en það stendur nú til að breyta því. Unnið er að því að koma hjartslættinum í gang á ný og að því tilefni var haldin kynningarfundur um málið.

Áhugafólk um hjartað hefur tekið sig saman og var fyrsti kynningarfundurinn í gær þar sem tekin voru fyrstu skrefin við að koma hjartanu í gang. Ætla má að hjartað verði farið að slá á ný í Vaðlaheiði á næsta ári ef allt gengur eins og best verður á kosið.

Mynd: Facebook síða Akureyrar

Mynd: Facebooksíða Akureyrar

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó