Unnið að barnvænna sveitarfélagi


Hafin er vinna við innleiðingu barnasáttmála UNICEF á Akureyri, fyrsta sveitarfélaginu á Íslandi, og er stefnt að því að gera bæinn að ennþá barnvænna samfélagi en nú er. Föstudaginn 1. desember verður haldið stórþing ungmenna á Akureyri í Hofi. Þingið er ætlað unglingum á unglingastigi grunnskóla og yngstu tveimur árgöngum framhaldsskóla. Fulltrúar úr öllum grunnskólum Akureyrarkaupstaðar verða á þinginu ásamt fulltrúum úr báðum framhaldsskólum Akureyrar. Til viðbótar vinna yngri börn, leikskólastig, yngsta stig og miðstig grunnskóla, verkefni sem tengjast barnvænu samfélagi í skólum sínum.

Viðfangsefni þingsins er tvíþætt: Annars vegar fræðsla og hins vegar verður farið í vinnuhópa þar sem rædd verður staða ungmenna í sveitafélaginu og dregin upp mynd af því sem betur má fara en einnig hvað vel er gert. Niðurstöður umræðna verða lauslega kynntar í lok þingsins um kl. 13.20.

Áætlað er að lokaniðurstöður verði kynntar með formlegum hætti í lok apríl og þá frá öllum skólastigum.

Dagskrá þingsins í aðalatriðum:

11.00: Ávarp frá bæjarstjóra og þing sett
11.15: Fræðsla frá UNICEF um barnasáttmálann
12.00: Farið í vinnuhópa og unnið með spurningarlista undir handleiðslu umræðustjóra
13.20: Niðurstöður þingsins kynntar lauslega

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó