Unnar nældi í brons á ÍslandsmeistaramótiLjósmynd: Knattspyrnufélag Akureyrar

Unnar nældi í brons á Íslandsmeistaramóti

Unnar Þorgilsson, glímukappi hjá Júdófélagi KA, endaði í 3. sæti á Íslandsmeistaramóti fullorðinna um síðustu helgi. Unnar keppti í -81kg flokki.

Þessi árangur Unnars kemur stuttu eftir að Þröstur Leó Sigurðsson, annar júdókappi frá KA, varð Íslandsmeistari í undir 15 ára flokki. Sjá hér.

Því er ljóst að Akureyri getur státað sig af mörgum júdó köppum þessa dagana, en þeir sem vilja kynna sér íþróttina betur geta skoðað vefsíðu júdódeildar KA með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó