NTC

Ungur Akureyringur aðstoðar á landamærum Póllands og ÚkraínuSkjáskot: RÚV

Ungur Akureyringur aðstoðar á landamærum Póllands og Úkraínu

Elvar Orri Brynjarsson, rúmlega tvítugur Akureyringur, hefur undanfarna daga verið sjálfboðaliði við landamæri Póllands og Úkraínu. Hann ætlar að vera á svæðinu eins lengi og þörf er á. Þetta kemur fram í frétt RÚV.

Elvar aðstoðar heimafólk í Úkraínu að komast úr landinu. Elvar er hluti af hóp sem heldur til við landamæraborgina Hrebenne. Hópurinn fer daglega inn í Úkraínu með mat og nauðsynjar ásamt því að sækja fólk sem vill flýja. Hann segir að ástandið í Úkraínu versni dag frá degi.

„Staðan á Pólsku hliðinni er að batna en hún er að versna á Úkraínsku hliðinni. Það vantar allt þetta þar. Lengdirnar í röðinni eru að lengjast með hverjum degi. Þegar ég mætti þá voru nokkur þúsund í röð á hverjum degi. Núna eru í kringum 17-20 þúsund,“ segir Elvar í samtali við RÚV.

Nánar er rætt við Elvar á vef RÚV.

Sambíó

UMMÆLI