Ungt og efnilegt tónlistarfólk á Norðurlandi hefur tekið sig saman og koma til með að halda tónleika í Menningarhúsinu Hofi milli jóla og nýárs undir yfirskriftinni Vetrarkvöld. Þar verður þemað hugljúfir og fallegir vetrartónar í kaffihúsastemmingu þar sem setið verður við borð og barinn opinn.
Þau verða alls níu talsins sem k0ma fram á tónleikunum, syngja og spila á mismunandi hljóðfæri. Einnig verður gríndúettinn Vandræðaskáld sérstakur gestur á tónleikunum og skemmta áhorfendum með söng og sögum.
Flytjendur verða þau:
Jónína Björt Gunnarsdóttir – Söngur
Katrín Mist Haraldsdóttir – Söngur
Silja Garðarsdóttir – Söngur
Gunnar Björn Jónsson – Söngur
Ármann Einarsson – Gítar
Hjörvar Óli Sigurðsson – Bassi
Hjörtur Snær Jónsson – Trommur
Guðjón Jónsson – Píanó
Aldís Bergsveinsdóttir – Fiðla
Þær Katrín Mist og Jónína Björt birtu myndband í dag þar sem þær taka lagið Sanctuary í virkilega fallegum flutningi en Katrín er menntuð leikkona og Jónína Björt menntuð söng- og leikkona.
Nánar um viðburðinn og miðasölu inn á heimasíðu Mak hér.
UMMÆLI