Ungt og efnilegt tónlistarfólk á Norðurlandi flytur fallega og hugljúfa sumartóna

Ungt og efnilegt tónlistarfólk á Norðurlandi flytur fallega og hugljúfa sumartóna

Ungt og efnilegt tónlistarfólk á Norðurlandi ætlar að flytja fallega og hugljúfa sumartóna á fimmtudagskvöldið í Hofi. Tónleikarnir eru partur af Listasumri og eru unnir í samstarfi við Menningarfélag Akureyrar. Á tónleikunum verður kaffihúsastemming þar sem tónleikagestir sitja við borð og geta brugðið sér á barinn.

Flytjendur eru þau:
Jónína Björt Gunnarsdóttir – Söngur
Silja Garðarsdóttir – Söngur
Katrín Mist Haraldsdóttir – Söngur
Daníel Andri – Rafmagnsgítar
Guðjón Jónsson – Píanó
Logi Helgason – Trommur
Heimir Kristmundsson – Bassi

Gestasöngvari er síðan Gunnar Björn Jónsson.

Æfingar fyrir tónleikana eru í fullum gangi og Kaffið fékk smá forsmekk af því sem verður á fimmtudaginn. Myndskeiðið er brot úr æfingu hjá þeim Jónínu Björt, Silju Garðarsdóttur og Katrínu Mist ásamt hljómsveit. 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó