Laugardaginn 14. október býðst Ungskáldum á aldrinum 16-25 ára á Eyþingssvæðinu að taka þátt í ritlistarsmiðju á vegum verkefnisins Ungskáld sem styrkt er að Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra. Þar mun Hildur Knútsdóttir rithöfundur kenna skapandi skrif og skapandi hugsun. Hildur er með BA-próf í ritlist og hefur verið tilnefnd íslensku bókmenntaverðlaunanna og Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar. Hún hefur m.a. gefið út hrollvekjandi unglingasöguna Vetrarfrí og framhald hennar, Vetrarhörkur. Það kostar ekkert að taka þátt í smiðjunni sem fram fer kl. 13-16 í Ungmennahúsinu á 4. hæð í Rósenborg og skráning er á netfanginu ungskald@akureyri.is
Smiðjan er hluti af verkefninu UNGSKÁLD sem gengur út á að hvetja ungmenni á Eyþingssvæðinu á aldrinum 16-25 ára til að skrifa og þeim gefst kostur á að senda inn texta sem farið er yfir af dómnefnd en hún að þessu sinni skipuð þeim Sesselíu Ólafsdóttur, Vilhjálmi B. Bragasyni og Þórgunni Oddsdóttur. Þrjú bestu verkin fá peningaverðlaun. Síðasti dagur til að skila inn verkum er mánudagurinn 6. nóvember og er verkunum skilað í netfangið ungskald@akureyri.is
UNGSKÁLD er samstarfsverkefni Amtsbókasafnsins, Akureyrarstofu, Ungmennahússins í Rósenborg, Menntaskólans á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Menntaskólans á Tröllaskaga, Framhaldsskólans á Laugum og Framhaldsskólans á Húsavík.
UMMÆLI