NTC

Ungmennin mörðu gamalmennin

andri-snaer

Andri Snær er þjálfari Akureyri U. Mál manna er að hann hafi unnið taktískan sigur á gömlu kempunum í kvöld.

Ungmennalið Akureyrar hafði betur gegn Hömrunum þegar liðin mættust í Akureyrarslag í 1.deild karla í handbolta í kvöld.

Lokatölur 24-25 fyrir Akureyri U sem er nú komið með sex stig en Hamrarnir eru enn með fjögur stig.

Leikurinn fór fram að viðstöddu fjölmenni í KA-heimilinu og er óhætt að segja að boðið hafi verið upp á hágæða skemmtun.

Eins og nafnið gefur til kynna er lið Akureyrar skipað yngri leikmönnum félagsins á meðan Hamrarnir hafa á að skipa nokkrum gömlum kempum á borð við Jónatan Þór Magnússon og Hrein Þór Hauksson svo einhverjir séu nefndir.

Lokamínúturnar í kvöld voru æsispennandi og var goðsögnin Heimir Örn Árnason nálægt því að jafna metin með skoti úr aukakasti í lok leiktímans en Arnar Þór Fylkisson í marki Akureyrar U náði að slæma hendi í knöttinn og braust út mikill fögnuður hjá unglingunum.

Mörk Hamrana; Heimir Örn  Árnason 7, Jónatan Magnússon 5, Hörður Másson 5, Daníel Matthíasson 3, Hreinn Þór Hauksson 2, Jón Heiðr Sigurðsson 1, Bjöörn Benedikt Björnsson 1.
Mörk Akureyri U: Birkir Guðlaugsson 6, Arnór Þorri Þorsteinsson 6, Arnþór Gylfi Finsson 6, Garðar Már Jónsson 5, Jóhann Einarsson 2.

Sambíó

UMMÆLI