Tæplega 80 ungmenni á Akureyri stóðu í gær fyrir góðgerðarvöku til styrktar börnum í Kambódíu. Hvert og eitt þeirra greiddi 3000 krónur inn á kvöldið sem skipulagt var af Félagsmiðstöðvum Akureyrar.
Alls söfnuðust 219 þúsund krónur sem munu renna til verkefnisins, Vinir Kambódíu. Ölgerðin og Bakaríið við Brúna styrktu verkefnið auk þess sem rapparinn KÁ-AKÁ kom og skemmti krökkunum endurgjaldslaust.
Vinir Kambódíu
Vinir Kambódíu er íslenskt góðgerðarfélag sem stuðlar að aukinni menntun bágstaddra barna í Kambódíu. Félagið hefur frá janúarbyrjun 2016 styrkt 50 börn til menntunar í þorpinu Angprey sem er við suðurströnd Kambódíu. Félagið sér um laun kennara, bækur og annan aðbúnað fyrir nemendur ásamt því að fjármagna bókasafn fyrir þorpið. Fyrir næsta ár þarf félagið um 3500$ eða um 400.000 íslenskar krónur til að halda verkefninu gangandi.
UMMÆLI