Ungir listamenn selja teikningar til styrktar Úkraínu

Ungir listamenn selja teikningar til styrktar Úkraínu

Kjartan Gestur Guðmundsson og Helgi Hrafn Magnússon eru upprenndandi listamenn frá Akureyri. Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu ákváðu þeir að taka málin í sínar hendur og bjóða verkin sín til sölu. Kjartan og Helgi heimsækja fyrirtæki og kaffihús á Akureyri þar sem þeir selja teikningar og rennur allur ágóði beint til Unicef.

Aðalmyndefni Kjartans Gests og Helga Hrafns eru strigaskór og fyrr í dag keypti íþróttavörumerkið Nike tvær teikningar af piltunum fyrir væna summu ásamt því að gefa ungu listamönnunum strigaskó og Nike-fatnað í kaupbæti.

Vinirnir tveir eru þó hvergi nærri hættir að teikna og munu þeir halda áfram að leggja sitt af mörkum fyrir íbúa Úkraínu.

Félagarnir í nýju fötunum.

Teikningar eftir strákana.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó