Unga fólkið fékk styrk frá Erasmus+Verkefnastjórar og samstarfsaðilar á fundi 28. ágúst sl. Frá vinstri: Tinna Sveinsdóttir frá AFS, Victor Berg Guðmundsson frá Samfés, Halldóra Númadóttir frá Ungum Umhverfissinnum, Alfa Jóhannsdóttir verkefnastjóri Félagsmiðstöðvar Akureyrar, Pétur Halldórsson frá Ungum Umhverfissinnum og Guðrún Þórsdóttir verkefnastjóri Ungmenna-Hússins á Akureyri. Mynd: Máney Sól Jónsdóttir.

Unga fólkið fékk styrk frá Erasmus+

Verkefnið Rödd unga fólksins (Voices of the Youth) fékk nýlega styrk frá Erasmus+ til að fara með 40 ungmenni á Hringborð norðurslóða (Arctic Circle Assembly) sem haldið verður í Hörpu í október.

Þar gefst unga fólkinu tækifæri til að ræða við ráðamenn um það sem brennur helst á þeim. Þau taka ákvörðun um það sjálf hvað þau kjósa að tala um. Það getur snúið að umhverfismálum, fólksflutningum, byggðaþróun, jafnrétti kynjanna eða öllu því sem þau telja mikilvægt að ræða.

Hópurinn samanstendur af ólíkum einstaklingum, á ólíkum stigum lífsins, sum eru í skóla, önnur hvorki í skóla né vinnu, öll á aldrinum 16–20 ára. Ungmennin koma af Norðurlandi og Stór-Reykjavíkursvæðinu.

Ráðstefnan Hringborð norðurslóða er öllum opin en fram að þessu hefur þótt vanta að rödd unga fólksins heyrist á henni. Mikilvægt er að þau komi að borðinu á þessum vettvangi því þau munu á endanum erfa landið. Þetta er tækifæri fyrir ungmennin til að hitta jafningja sína til ræða málefni sín á opnum vettvangi, hvert við annað, við ráðamenn, vísindamenn, fræðimenn, stjórnmálafólk og aðra sem láta sig þessi málefni varða.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó