Unga fólkið blómstrar á Barnamenningarhátíð

Unga fólkið blómstrar á Barnamenningarhátíð

Barnamenningarhátíð á Akureyri stendur nú sem hæst. Fyrstu viðburðir hátíðarinnar hafa verið afar vel sóttir og börn jafnt sem fullorðnir skemmt sér hið besta.

Sýningar með verkum barna á leik- og grunnskólum bæjarins hafa verið settar upp í Listasafninu, Amtsbókasafninu, Ráðhúsinu og á Glerártorgi, og verður hægt að skoða þær út mánuðinn.

Alla daga er unnið að undirbúningi og æfingum fyrir næstu viðburði og segir Hólmfríður Kristín Karlsdóttir, verkefnastjóri hátíðarinnar, afar ánægjulegt að sjá hversu góð mæting hefur verið á viðburðina fram að þessu og virðingarvert hvað fjölskyldur og aðstandendur barnanna eru dugleg að mæta og hvetja unga listafólkið til dáða.

Það er sannarlega ýmislegt að sjá og gera í bænum.

Á dagskrá næstu daga:

Hægt er að sjá alla dagskrána á Barnamenning.is.

Við hvetjum við gesti að nota myllumerkið #barnamenningAK

Frétt: Akureyri.is Mynd: Almar Alfreðsson

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó