Ung hjón á Akureyri vekja athygli á TikTok fyrir vikuleg stefnumót

Ung hjón á Akureyri vekja athygli á TikTok fyrir vikuleg stefnumót

Þau Harpa Lind Hjálmarsdóttir og Sigþór Gunnar Jónsson hafa slegið í gegn á samfélagsmiðlinum TikTok fyrir vikuleg stefnumót sín. Í umfjöllun á vef mbl.is segir að Harpa Lind og Sigþór hafi verið sam­an í tæp­lega níu ár og að í dag séu þau gift og eiga tvö börn, fjög­urra og eins árs. 

Harpa og Sigþór passa upp á að gera eitthvað saman, bara tvö, í hverri einustu viku. Þau hafa tekið upp á því að birta myndbönd á TikTok af vikulegum stefnumótakvöldum og hafa fengið mikla athygli fyrir.

„Við setj­um tíu miða í krukku og merkj­um hvor fimm með hug­mynd­um að stefnu­mót­um næstu vikna. Á hverj­um miðviku­degi er dreg­inn miði úr krukk­unni og sá sem á vik­una sé um að und­ir­búa stefnu­mótið. Það get­ur oft verið mjög for­vitni­legt þar sem Sigþór get­ur dregið miða með minni hug­mynd og ég með hans,“ seg­ir Harpa Lind í samtali við mbl.is.

Harpa Lind birti myndband þar sem þau útskýra hugmyndina fyrir fylgjendum sínum 30. ág­úst síðastliðinn. Þar skrifa hjónin einnig niður hugmyndir sínar að skemmtilegum stefnumótum. Það myndband fékk yfir 25 þúsund áhorf.  Nánar er rætt við Hörpu á vef mbl.is.

@harpalindh

Deit vikunnar!! Bíómyndakvöld tekið á næsta level!🤩 Ekkert eðlilega gaman 🙌🏻 #íslenskt #fyp #deitvikunnar #miðvikudagsdeit #sambönd #movienight #christmasmovie

♬ original sound – Harpa Lind 🤍
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó