Frestur til að sækja um styrki vegna þátttöku í Listasumri 2020 á Akureyri hefur verið framlengdur til og með 26. febrúar nk.
Akureyrarstofa leitar að áhugaverðum og skemmtilegum hugmyndum að listasmiðjum og viðburðum fyrir Listasumar sem hefst 3. júlí og lýkur 31. júlí.
Í boði eru 23 styrkir að verðmæti 1.400.000 kr. samanlagt. Styrkjum fylgir afnot af rými í Deiglunni, Listasafninu á Akureyri, Menningarhúsinu Hofi, Davíðshúsi, Minjasafninu á Akureyri eða Rósenborg ásamt aðgangi að kynningarefni Listasumars og tækjabúnaði í ákveðnum rýmum.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um styrkina er að finna á heimasíðunni listasumar.is.
UMMÆLI