Umsóknarfrestur vegna Listasumars 2018 rennur út á morgun – 20 styrkir í boði

Mynd: akureyri.is.

Frestur til að skila inn umsóknum vegna Listasumars 2018 rennur út miðvikudaginn 28. febrúar nk. segir á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Akureyrarstofa auglýsir eftir áhugaverðum og skemmtilegum hugmyndum að listasmiðjum og viðburðum fyrir Listasumar á Akureyri sem hefst 24. júní og lýkur 24. ágúst.

Alls eru 20 styrkir í boði, samtals 1.000.000 kr.

Styrkjum fylgir afnot af rými í Hofi, Deiglunni eða Rósenborg ásamt aðgangi að kynningarefni Listasumars og tækjabúnaði í ákveðnum rýmum.

Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um styrkina á íslensku og ensku er að finna á heimasíðunni listasumar.is.

Síðasti skiladagur umsókna er sem áður segir 28. febrúar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó