Umsóknarfrestur Listsjóðsins VERÐANDI lengdur

Umsóknarfrestur Listsjóðsins VERÐANDI lengdur

Listsjóðurinn VERÐANDI auglýsir eftir umsóknum. Umsóknarfrestur hefur verið lengdur til miðnættis 21. júní næstkomandi. 

Í tilefni 10 ára afmælis Menningarhússins Hofs stendur sjóðurinn fyrir Listahátíð VERÐANDI sem samanstendur af viðburðum umsækjenda. Listahátíðin fer fram í Menningarhúsinu Hofi helgina 13. – 14. febrúar 2021.

Sjóðurinn veitir styrki til kostnaðar vegna afnota af salarkynnum, tæknibúnaði og tækniþjónustu. Menningarhúsið Hof sér um kynningu á hátíðinni í heild.

Helstu markmið sjóðsins eru að auðvelda ungu listafólki og þeim sem standa utan stofnanna að nýta sér þá fyrirmyndar aðstöðu sem Hof hefur uppá að bjóða og stuðla að fjölbreytileika í listviðburðum.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 21. júní næstkomandi. Nánar um hátíðina, sjóðinn ásamt umsóknareyðublaði er á mak.is. Kristín Sóley Björnsdóttir, viðburðastjóri Hofs, kristinsoley@mak.is veitir frekari upplýsingar sé þess óskað.

Hér sækir þú um!

VERÐANDI er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Menningarfélagsins Hofs og Menningafélags Akureyrar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó