Umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar voru veitt á dögunum af umhverfisnefnd. Verðlaunin í ár voru veitt tveimur aðilum, annarsvegar fyrir Bújörð og atvinnustarfsemi og hinsvegar fyrir íbúðarhús og nærumhverfi.
Til að leggja mat á það hverjir ættu að fá umhverfisverlaun 2019 fór umhverfisnefnd vettvangsferð um sveitarfélagið og gerði sér ferð að hverju húsi en eftirfarandi aðilar hlutu umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar 2019.
Bújörð/atvinnustarfsemi: Litli Garður, Hrossarækt og tamningastöð – Herdís Ármannsdóttir og Stefán Birgir Stefánsson.
Falleg ásýnd er að bænum þar sem tún og bæjarhús eru afmörkuð með trjágóðri. Almenn góð umgengni er á svæðini, nýlega máluð útihús og íbúðarhús í stíl.
Íbúðarhús og nærumhverfi: Festaklettur – Nína Þórðardóttir og Tómas Ingi Olrich.
Reisulegt íbúðarhús með fallegri verönd og vel hirtum beðum í kring. Húsið og nærumhverfi þess er í skjóli fjölbreytts trjágróðurs, heimreið afar smekkleg og aðkoma að húsinu til fyrirmyndar.
,,Sveitarfélagið óskar þessum aðilum til hamingju með verðskuldaðar viðurkenningar á umhverfi sínu og þakkar þeim fyrir að leggja mark sitt á að halda sveitarfélaginu snyrtilegu,“ segir í tilkynningu frá sveitarfélaginu.
UMMÆLI