NTC

Umhverfisráðherra fór „Græna hringinn“

Frá vinstri: Guðmundur H. Sigurðsson framkvæmdastjóri Vistorku, Sif Konráðsdóttir aðstoðarmaður ráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra, Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Sigríður Auður Arnardóttir ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu.

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri, bæjarfulltrúarnir Ingibjörg Isaksen og Dagbjört Pálsdóttir, Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfismála hjá Akureyrarbæ og Guðmundur Haukur Sigurðarsson framkvæmdastjóri Vistorku tóku á móti Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra og aðstoðarfólki hans á Akureyri fyrr í dag.

Ráðherra var sýndur hinn svokallaði „Græni hringur“ en í honum felst fræðsla um umhverfismál og stefnu Akureyrarbæjar í þeim efnum, starfsemi Vistorku, metanframleiðslu þar sem úrgangi er breytt í orku hvort sem um er að ræða nýjar eða gamlar matarleifar og starfsemi Moltu og Orkeyjar.

Ráðherra var m.a. gefin græna trektin sem er verkefni fjármagnað af Norðurorku og Orkusetri í samstarfi við Vistorku og Gámaþjónustu Norðurlands. Bæjarbúar hafa nú þegar tekið með sér heim 3.500 grænar trektir en hægt er að nálgast fleiri slíkar bæði í Ráðhúsi Akureyrarbæjar og hjá Norðurorku.

Græni hringurinn hefur ekki aðeins vakið athygli þeirra sem starfa að umhverfismálum heldur hafa erlendir ferðamenn einnig sýnt skoðunarferðinni talsverðan áhuga.

Mynd og frétt af vef Akureyrarbæjar: Akureyri.is.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó