Umhverfislist norðlenskra og vestfirskra listamanna  í Dýrafirði

Umhverfislist norðlenskra og vestfirskra listamanna í Dýrafirði

Á laugardaginn kemur 3.júlí verður opnun á umhverfislistaverkum í Alviðru í Dýrafirði en þar hafa norðlenskir listamenn og vestfirskir dvalist saman, skapað og sett upp samsýningu í fjárhúsum. Þar opna: Aðalsteinn Þórsson, Arna Guðný Valsdóttir, Dagrún Matthíasdóttir, Guðrún Hadda Bjarnadóttir, Ólafur Sveinsson, Thora Karlsdóttir, Mireya Samper, Marsibil Kristjánsdóttir, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Nina Ivanova,  K J Baysa og Steinunn Matthíasdóttir.

Verkefnið er vinnustofudvöl með það að markmiði að tengja saman listamenn frá Norðurlandi Eystra og Vestfjörðum og skapa list í umhverfinu. Kynningarkvöld var í Alviðru á sunnudaginn var og opnuð var sýning á verkum listamannanna í fjárhúsunum sem fenguð nafnbótina Fjárhús Listhús og stendur sú sýning til og með 4.júlí og umhverfislistaverkin fá að standa yfir sumarið eða eftir því hvað veður og vindar leyfa.

UMMÆLI