Umhverfis tónlistarheiminn á 120 mínútum – Útón og STEF á Akureyri

Umhverfis tónlistarheiminn á 120 mínútum – Útón og STEF á Akureyri

STEF og ÚTÓN, í samstarfi við Tónlistarskólann á Akureyri, munu halda sameiginlegan fund með norðlensku tónlistarfólki í Hofi þann 15. maí næstkomandi kl 16:00.

Á fundinum verða Guðrún Björk Bjarnadóttir frá STEFi og Bryndís Jónatansdóttir frá ÚTÓN. Þær munu kynna þá þjónustu sem fyrirtækin bjóða upp á fyrir tónlistarfólk og tónlistartengd fyrirtæki, auk þess sem kynntar verða endurgreiðslur á hljóðritunarkostnaði.

Hér eru nánari upplýsingar um dagskrána:

Guðrún Björk Bjarnadóttir frá STEFi fjallar m.a. um:

  • Greiðsluflæði tónlistarveitna
  • Mismunandi dreifingarleiðir sem eru í boði
  • Hvaða leiðir eru í boði til að koma tónlist sinni í kvikmyndir og þætti
  • Hver er munurinn á tónlistarforleggjara (music publisher) og tónlistarráðgjafa?
  • Að hverju þarf að gæta við samningsgerð?

Bryndís Jónatansdóttir frá ÚTÓN fjallar um:

  • Endurgreiðslur á hljóðritunarkostnaði
  • Stuðnings- og fræðsluverkefni í boði hjá Útón
  • Útflutningssjóð íslenskrar tónlistar
  • Ja Ja Ja
  • Tónlistarhátíðir erlendis

Fundurinn er haldinn í Lundi í Menningarhúsinu Hofi.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó