Umfjöllun um Norðurland í breskum fjölmiðlum

Umfjöllun um Norðurland í breskum fjölmiðlum

Um miðjan janúar komu blaðamenn og fulltrúar frá easyJet og easyJet Holidays í ferðalag um Norðurland. Markmiðið var að kynna áfangastaðinn í samvinnu við easyJet, Íslandsstofu og samstarfsfyrirtæki MN.

Á vef Markaðsstofu Norðurlands segir að þegar hafi tvær greinar verið birtar um ferðalagið, annars vegar hjá breska blaðinu Sun og hinsvegar á vefmiðlinum Culture Trip.

„Ferðin stóð yfir í þrjá daga og var farið um Akureyri, Árskógssand, Húsavík og Mývatn en ferðin byggði að miklu leyti á þeim pakkaferðum sem easyJet Holidays býður upp á. Lesa má nánar um ferðirnar í greinunum, en slíkar umfjallanir eru mjög verðmætar,“ segir í tilkynningu Markaðsstofu Norðurlands.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó