NTC

Umfjöllun til áminningar

Ingólfur Stefánsson skrifar:

Frétt sem við á Kaffinu birtum í gær um dreifingu myndbands á samfélagsmiðlum hefur vakið mikla athygli. Ég var mjög efins um að birta hana enda einstaklega meðvirkur einstaklingur. Ég viðurkenni að margt hefði mátt fara betur við gerð fréttarinnar og voru það í mínum huga stór mistök að nefna einungis þetta einstaka mál og draga athygli að því. Staðreyndin er samt sú að í gær var þetta myndband í dreifingu á Facebook og réttsýnt fólk gerði sér ekki grein fyrir því hversu rangt það væri.

Eftir birtingu fréttarinnar hefur vaknað á ný umræða um hrelliklám, sem er hryllilegt form ofbeldis. Það finnst mér jákvætt enda mikilvæg umræða.  Fólk getur hneykslast á fjölmiðlum eins og það vill en kannski væri gáfulegra að líta í eigin barm. Myndbandið var í dreifingu á Facebook sem er stærsti fjölmiðillinn af þeim öllum. Réttsýnt fólk fékk myndbandið á hópspjöllin sín hló og senti það á næsta hópspjall. Án þess að átta sig á því hversu slæmt það væri. Mér finnst fréttnæmt þegar svona myndband er í gangi á netinu í hljóði. Það þarf að vekja athygli á því hversu rangt það er aftur og aftur og aftur þangað til vandamálið er úr sögunni. Þetta er vandamál í íslensku samfélagi og víðar, efni dreifist gífurlega hratt á samfélagsmiðlum.

Mér er alveg sama hvað fólk á myndböndum eða myndum er að gera, hvar það er, eða hvers vegna. Það er á ábyrgð okkar að dreifa því ekki.

Þess vegna hvet ég fólk sem les fréttina að taka þátt í umræðunni gegn hrelliklámi frekar en að fara að leita uppi myndbandið sjálft, önnur slík myndbönd, myndir eða hvað sem er.

Sambíó

UMMÆLI