Lausaganga katta hefur verið umdeilt mál í hinum ýmsu byggðarlögum síðustu ár og misseri, þar er Akureyri engin undantekning. Á fundi bæjarstjórnar í nóvember síðastliðnum samþykkti meirihluti stjórnarinnar að banna lausagöngu katta frá ársbyrjun 2025. Gallup könnun var lögð fyrir bæjarbúa þar sem spurt var um skoðun þeirra á þessari niðurstöðu bæjarstjórnar. Voru þær eftirfarandi:
Þess má geta 65% þeirra sem greindu frá því að vera andvíg ákvörðuninni hugðust þó ekki grípa til aðgerða, á meðan 35% sögðust gera það. Ekki er þó tekið fram hvað þær aðgerðir fela í sér. Sýndu niðurstöður einnig að karlar voru almennt hlynntari ákvörðuninni en konur, auk þess sem eldra fólk tók betur í hana en það yngra.
Segir í tilkynningu frá bænum að niðurstöður könnunarinnar hafi verið ræddar á fundi bæjarráðs í morgun, 3. febrúar, þar sem samþykkt var að sækjast eftir frekari gögnum frá umhverfis- og mannvirkjasviði til að hafa til grundvallar í nánari umræðu málsins innan bæjarstjórnar.
Nálgast má niðurstöður könnunarinnar hér.
UMMÆLI