Sjö mjólkurframleiðendur í Þingeyjarsveit náðu þeim frábæra árangri að framleiða og fá greitt fyrir úrvalsmjólk alla mánuði ársins 2023. Þau Karl Björnsson á veisu, Vogabú ehf, Hildigunnur Jónsdóttir á Lyngbrekku, Dagný og Þórir á Öxará, Lækjamót 641 ehf, Flosi Gunnarsson á Hrafnsstöðum og Félagsbúið Hraunkoti.
Alls náðu 35 mjólkurframleiðendur á starfssvæði Auðhumlu svf. þessum árangri. Þetta er svipaður fjöldi og verið undanfarin ár. Árið 2022 voru 36 mjólkurframleiðendur sem náðu þessum árangri, að stórum hluta þeir sömu og náðu honum aftur á liðnu ári. Á komandi deildarfundum Auðhumlu svf. munu þessir mjólkurframleiðendur fá afhentar viðurkenningar fyrir árangurinn. Hér má sjá nánari upplýsingar.
UMMÆLI