Framsókn

Um 800 manns í Skógarböðunum á laugardaginn: „Allir verið alsælir“

Um 800 manns í Skógarböðunum á laugardaginn: „Allir verið alsælir“

Skógarböðin á Akureyri opnuðu þann 22. maí síðastliðinn eftir mikla eftirvæntingu. Tinna Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Skógarbaðanna segir að starfsemin hafi gengið frábærlega fyrstu vikuna.

Skógarböðin eru staðsett gegnt Akureyri við rætur Vaðlaheiðar. Gestir baða sig og njóta nátt­úr­unn­ar inni í þétt­vöxn­um skóg­in­um með út­sýni yfir fjörðinn og Ak­ur­eyri.

„Það hafa allir verið alsælir með aðstöðuna, andann í húsinu og umhverfið enda er hér skjólsælt og dásamlegt að vera,“ segir Tinna við Kaffið.is.

Staðurinn hefur verið vinsæll fyrstu vikuna og bókanir farið hratt af stað. Á laugardaginn tóku Skógarböðin á móti um 800 gestum.

Tinna segir að fólk sé himinlifandi með böðin og að einnig séu fleiri og fleiri að átta sig á því að það er margt fleira í boði í Skógarböðunum.

„Fólk er að átta sig á því að það getur líka komið hingað til okkar til að fá sér léttar veitingar á veitingastaðnum okkar, Skógur Bistró, þar sem við bjóðum upp á létta rétti og úrval drykkja.“

Sambíó

UMMÆLI