Um 400 fjórðubekkingar sáu Galdragáttina

Um 400 fjórðubekkingar sáu Galdragáttina

Rétt um 400 nemendum í fjórða bekk á Akureyri og af Eyjafjarðarsvæðinu var boðið í Samkomuhúsið að sjá fjölskyldusöngleikinn Galdragáttina sem Leikfélag Akureyrar setur upp í samstarfið við atvinnuleikhópinn Umskiptinga. María Pálsdóttir, leikari og forstöðumaður Hælisins, átti frumkvæðið að átakinu en hugmyndin var sú að tryggja að öll börn fengju að fara í leikhús. Mörg fyrirtæki stukku til og tóku þeirri áskorun, en það er einmitt fyrir tilstuðlan þeirra sem þessi leikhúsdraumur rættist. Fyrirtækin sem studdu átakið eru: Áveitan, Bjarg, Bústólpi, Gísli Einar Árnason tannréttingasérfræðingur, Grand þvottur, Gæðaegg, Hamborgarafabrikkan, Hælið, Lemon, Túnþökusala Nesbræðra og Vélvík. Það er þeim að þakka að þessi draumur um leikhús fyrir öll börn gat orðið að veruleika.

Galdragáttin hefur hlotið frábæra dóma og viðtökur. Verkið er eftir Umskiptinga, spennandi og fyndinn ævintýrasöngleikur, en tónlistin í verkinu er eftir Vandræðaskáld. Bæta hefur þurft við aukasýningum til að anna eftirspurn, en þegar þetta er skrifað eru aðeins 4 sýningar eftir og ekki verður hægt að bæta við fleiri sýningum vegna næstu verkefna í Samkomhúsinu! 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó