NTC

Um 200 skemmtiferðaskip á Akureyri í sumarMynd: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Um 200 skemmtiferðaskip á Akureyri í sumar

Það sem af er sumri hafa um 160 skemmtiferðaskip komið við á Akureyri og áætlað er að 40 í viðbót eigi eftir að koma. Oft hafa þetta verið rúmlega tvö skip á dag, en stundum allt upp í þrjú eða jafnvel fleiri. Það er misjafnt hvað farþegarnir gera en fara samt oftast í skipulagðar ferðir á staði nálægt Akureyri. Þetta kemur fram í umfjöllun Vísis.

Í viðtali við Vísi sagði Guðmundur Guðmundsson hafnarvörður Akureyrarhafnar:

„Þau eru nú að koma alls staðar að, þau koma mikið frá Bretlandi og Noregi reyndar og svo eru þetta bara skip, sem eru hérna við Ísland og eru að fara hringinn hérna.”

Guðmundur segir í samtali við Vísi að þessar heimsóknir hafi gríðarlega jákvæð áhrif á verslanir og viðskipti í bænum.

Hægt er að lesa greinina á Vísir.is hérna.

Sambíó

UMMÆLI