Framsókn

Um 200 millilandaflug um Akureyrarflugvöll árið 2023

Um 200 millilandaflug um Akureyrarflugvöll árið 2023

Tæplega 200 millilandaflug hafa verið staðfest um Akureyrarflugvöll á tímabilinu janúar til nóvember á þessu ári. Mest verður um millilandaflug í sumar en frá júní til ágúst 2023 er þegar búið að staðfesta 70 millilandaflug um Akureyri. Þetta er haft eftir Sigrúnu Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóra Isavia Innanlandsflugvalla, í Vikublaðinu.

Sigrún Björk segir í viðtali við Vikublaðið að fyrir tveimur árum hafi Isavia Innanlandsflugvellir, Íslandsstofa, Markaðsstofa Norðurlands og Austurbrú sett á laggirnar verkefni sem snérist um að kynna nýjar gáttir til Íslands og var það stutt af menningar- og ferðamálaráðuneytinu. Fulltrúar Isavia og Íslandsstofu hafa sótt ráðstefnur erlendis og kynnt verkefnið fyrir fjölda flugfélaga um allan heim.

Nánar er rætt við Sigrúnu í Vikublaðinu en viðtalið má einnig nálgast á vef Vikublaðsins með því að smella hér.

VG

UMMÆLI