NTC

Úlfur Úlfur á Græna Hattinum í kvöld

Úlfur Úlfur

Úlfur Úlfur


Ein vinsælasta hip hop hljómsveit landsins, Úlfur Úlfur frá Sauðárkróki mun halda tónleika á Græna Hattinum í kvöld.

Strákarnir hafa verið áberandi í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár en stimpluðu sig endanlega inn með útgáfu á einni bestu plötu síðasta árs, 2 Plánetur.

Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og er miðaverð 3000 kr. Athygli er vakin á á því að 18 ára aldurstakmark er á tónleikana.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó