NTC

UFA bikarmeistarar 15 ára og yngri

UFA bikarmeistarar 15 ára og yngri

Lið Ungmennafélags Akureyrar (UFA) varð bikarmeistari 15 ára og yngri þegar bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands fór fram á Kópavogsvelli á dögunum. Þetta er í fyrsta skipti i sögu UFA sem þessi titill vinnst. Þetta kemur fram á vef UFA.

UFA sigraði örugglega í keppni drengja, stúlknasveitin varð í þriðja sæti og samanlagt fékk UFA 116,5 stig, tveimur meira en ÍR. Úrslit réðust ekki fyrr en í síðustu grein og sigurinn var eðlilega mjög sætur.

Átta lið voru skráð til leiks og keppt í níu einstaklingsgreinum og 1000 metra boðhlaupi.
Tobias Þórarinn Matharel hefur verið í miklu stuði í sumar og setti Íslandsmet í 100m grindahlaupi. Hljóp vegalengdina á 13,78 sekúndum.

  • Tobias varð einnig bikarmeistari í langstökki – stökk lengst 6,20 metra og sigraði með yfirburðum.
  • Arnar Helgi Harðarson setti mótsmet í bæði 80m hlaupi (9,64 sek) og 300m hlaupi (40,44 sek).
  • Garðar Atli Gestsson sigraði í spjótkasti með nokkrum yfirburðum – kastaði 44,58 metra.
  • Emelía Rán Eiðsdóttir varð bikarmeistari í kringlukasti – kastaði 39,11 metra.
  • Emelía Rán varð í öðru sæti í kúluvarpi, kastaði 10,39 metra, sem er persónulegt met.
  • Guðrún Hanna Hjartardóttir var einng drjúg; hún varð í öðru sæti í 80m hlaupi (11,00 sek) og hástökki (1,58 m).

UFA sendi eitt karlalið og eitt kvennalið í bikarkeppni fullorðinna sem fram fór í Kópavogi á sama tíma. Karlaliðið hafnaði í fjórða sæti og kvennaliðið í fimmta sæti. 

Nánari umfjöllun má finna á vef UFA.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó