Tvö smit greindust á Norðurlandi eystra

Tvö smit greindust á Norðurlandi eystra

Tvö ný Covid-19 smit greindust á Norðurlandi eystra síðastliðinn sólarhring. Bæði smitin greindust hjá einstaklingum sem voru þegar í sóttkví.

Alls eru nú 24 virk Covid smit á Norðurlandi eystra. Það fækkar því um einn í einangrun frá því í gær þegar 25 virk smit voru. Það fækkar einnig í sóttkví en nú eru 21 einstaklingur í sóttkví.