Tvö ný smit greindust á Norðurlandi eystra síðasta sólahring. Bæði smitin greindust hjá einstaklingum í sóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar.
Það hefur fækkað töluvert í sóttkví á svæðinu síðan í gær. Í tilkynningu lögreglunnar segir að þetta sé jákvætt en minnt er á að baráttan sé ekki búin og að áfram verði unnið hörðum höndum til þess að vinna bug á veirunni.
109 einstaklingar eru nú í einangrun vegna Covid-19 á Norðurlandi eystra.
UMMÆLI