Gæludýr.is

Tvö flutt með sjúkraflugi eftir sprengingu á Grenivík

Tvö flutt með sjúkraflugi eftir sprengingu á Grenivík

Karl og kona voru flutt­ með sjúkraflugi til Reykjavíkur með bruna­á­verka eft­ir spreng­ingu á Greni­vík í húsnæði snyrtivörufyrirtækisins Pharmarctica. Þá var einn einstaklingur til viðbótar sendur á sjúkrahúsið á Akureyri með snert af reykeitrun, en minniháttar.

Mik­ill viðbúnaður var, þar sem lög­regla, sjúkra­lið og slökkvilið komu sam­an. Tilkynnt var um sprenginguna inni í húsi verksmiðjunnar skömmu fyrir klukkan fjögur í dag.

Starfsmennirnir voru að vinna með hreint bensín. Eldur kom upp í kjölfar sprengingarinnar en það náðist að slökkva hann fljótt og rýma verksmiðjuna.

Sambíó

UMMÆLI