A! Gjörningahátíð

Tveir styrkir til háskólanáms úr Minningarsjóði Maríu Kristínar Stephensen

Tveir styrkir til háskólanáms úr Minningarsjóði Maríu Kristínar Stephensen

Stúlkur sem hafa útskrifast út Verkmenntaskólanum á Akureyri fá tækifæri til þess að sækja um styrk til háskólanáms úr Minningarsjóði Maríu Kristínar Stephensen. Umsóknarfrestur er til 15. september 2023 og skal umsóknum skilað rafrænt til formanns Minningarsjóðs Maríu Kristínar Stephensen á netfangið valgerdur@fsh.is

Tveir styrkir til háskólanáms eru í boði úr sjónum að þessu sinni. Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að veita tveimur styrkjum, hvorum að upphæð kr. 300.000.- úr sjóðnum á árinu 2023. Styrkirnir eru veittir annars vegar til háskólanáms á sviði raunvísinda og hins vegar til háskólanáms á sviði lista.

Í 5. grein skipulagsskrár fyrir Minningarsjóð Maríu Kristínar Stephensen segir svo: „Tilgangur sjóðsins er að styrkja konur útskrifaðar úr framhaldsskólum á Akureyri til háskólanáms á sviði raunvísinda eða lista“

Styrkumsóknum skulu fylgja prófskírteini úr framhaldsskóla, upplýsingar um fyrirhugað nám á háskólastigi og staðfesting á inntöku í námið, ásamt greinargerð um tilgang, ástæður og framtíðarsýn umsækjanda vegna námsins.

Í stjórn Minningarsjóðs Maríu Kristínar Stephensen

Valgerður Gunnarsdóttir, formaður
Rannveig Björnsdóttir
Lára Halldóra Eiríksdóttir

Sambíó

UMMÆLI