Tveir starfsmenn Glerárskóla í sóttkví

Tveir starfsmenn Glerárskóla í sóttkví

Tveir starfsmenn Glerárskóla á Akureyri, kennari og skólastjórnandi, sem höfðu verið á skíðasvæði í Ölpunum, þurftu í gær að fara í sóttkví þar sem þeir komu frá svæði sem hefur nú verið skilgreint sem áhættusvæði vegna Covid-19 veirunnar.

Í tölvupósti til foreldra í skólanum segir að starfsmennirnir séu með öllu einkennalausir og sé fyrst og fremst um varúðarráðstöfun að ræða.

Landlæknir gaf út fyrirmæli í gær um að allir sem komu til landsins frá og með 29. febrúar frá áhættusvæðum þyrftu að fara í sóttkví. Starfsmennirnir voru þá búnir að vera á landinu í tíu daga, þar af sex daga í vinnu.

Samkvæmt tilmælum landlæknis þurfa starfsmennirnir að vera fjögurra daga í sóttkví. Haft var samband við sóttvarnalækni sem telur ekki ástæðu til að grípa til frekari aðgerða.

Í tölvupóstinum segir að stjórnendur í Glerárskóla muni að sjálfsögðu fylgja tilmælum landlæknis í einu og öllu.

„Mikilvægt er að við hjálpumst að við að hægja á útbreiðslu veirunnar því við erum öll ábyrg. Ef starfsfólk, foreldrar eða börn eru að koma frá útlöndum þá eru tilmæli um að hafa samband í símanúmer 1700 og fá þar ráðgjöf áður en viðkomandi mætir í skólann.“

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó