Tveir einstaklingar voru fluttir á slysadeild Sjúkrahússins á Akureyri eftir tveggja bíla árekstur á Akureyri í gærkvöldi.
Áreksturinn varð við gatnamót Hlíðarbrautar og Austursíðu en meiðslin eru talin minniháttar.
Talsverð hálka er á götum Akureyrar og lögreglan hefur sent frá sér tilkynningu þar sem vegfarendur eru beðnir um að fara varlega. Tvö minniháttar óhöpp urðu til viðbótar í umferðinni á Akureyri í gær.
Sjá einnig:
UMMÆLI