Tveir nýir þættir á Útvarp Akureyri Fm 98,7

Tveir nýir þættir hefjast á Útvarp Akureyri FM 98,7 á morgun, föstudaginn, 1. júní.
23 gráður er á dagskrá frá klukkan 9 til 12 alla virka morgna.  Það eru þeir Almar Vestmann og Skarphéðinn Þorvaldsson sem stýra þessum þætti.  Almar og Skarphéðinn hafa fylgt útvarpsstöðinni svo til frá opnun en þeir hafa verið með vikulegan þátt, Stórleikinn, á laugardögum frá 15 til 18.
23 gráður er annarskonar þáttur.  En það verður ýmislegt brallað.  Þetta er „fyrir hádegi“ tíminn í vinnunni hjá flestum og þá er ekkert betra en að hafa skemmtilegan útvarpssþátt í eyrunum sem getur komið á óvart.

Almar og Skarphéðinn stjórna saman þættinum 23 gráður á útvarp Akureyri.

Á föstudaginn hefst einnig þátturinn Bæjarpúlsinn.  Hann er á dagskrá alla virka daga frá kl. 13 til 15.  Það eru þau Trausti Snær Friðriksson og Ester Ósk Árnadóttir sem stjórna þættinum.  Trausti og Ester fylgja Akureyringum inn í daginn eftir hádegismatinn – og að sjálfsögðu verða þau með púlsinn á því sem er að gerast í bæjarlífinu hér á Akureyri.

Morgunútvarpið með Axel Axelssyni verður áfram á sínum stað frá 7-9, en þátturinn klukkustund skemmri en áður frá og með 1. júní, þar sem 23 gráður fer í loftið kl. 9 virka daga.
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó