Tveir eru látnir og einn særður eftir skotárás á Blönduósi í morgun. Árásin átti sér stað á milli klukkan fimm og sex. Þetta staðfestir Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, í samtali við mbl.is.
Ekki hafa verið gefnar upp frekari upplýsingar um líðan þess særða en hann var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Einstaklingar hafa þegar verið handteknir í tengslum við málið en ekki hefur verið gefið upp hve margir. Allir sem tengjast málinu eru Íslendingar búsettir á Blönduósi.
Sakamálahluti málsins er í höndum lögreglunnar á Norðurlandi eystra, lögum samkvæmt.
UMMÆLI