Tveir landsliðsmenn á leið í Þór?

Ægir Steinarsson

Fúsíjama TV, íslenskur vefmiðill sem fjallar um körfubolta, greindi frá því í gær að orðið á götunni innan körfuboltahreyfingarinnar væri það að Þórsarar væru stórhuga fyrir næsta vetur. Síðan greinir frá orðrómi þess efnis að Þórsarar séu í viðræðum við landsliðsmennina Ægi Þór Steinarsson og Brynjar Þór Björnsson um að þeir leiki með félaginu á næstu leiktíð.

Ægir og Brynjar eru báðir landsliðsmenn en Ægir lék á síðasta tímabili á Spáni við góðan orðstír. Brynjar er einn sigursælasti leikmaður í sögu íslensks körfubolta en hann vann í vor sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil.

Fúsíjama TV greinir einnig frá því að Tryggvi Hlinason taki mögulega annað tímabil með félaginu.

Brynjar Þór Björnsson

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó