Tveir jarðskjálftar á Akureyri

Akureyri

Akureyri

Tveir jarðskjálftar fundust í Eyjafirði og á Akureyri nú rétt fyrir klukkan 10.  Veðurstofan hefur staðfest stærri skjálftann en hann var 3,5 stig samkvæmt fyrstu mælingum. Enn á eftir að fara frekar yfir stærðina.

Upptök skjálftanna voru 11 kílómetra SSV af Grenivík. Sá minni var klukkan 9:41 og sá stærri klukkan 9:44. Skjálftinn fannst greinilega á Akureyri og nágrenni og hafa íbúar verið duglegir að tjá sig um það á samfélagsmiðlum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó