Síðastliðin laugardag lauk Íslandsmóti iðn- og verkgreina í Laugardalshöllinni. VMA sendi átta keppendur til þáttöku og uppskáru tvo Íslandsmeistaratitla, þar sem Óliver Pálmi Ingvarsson sigraði í rafvirkjun og Sindri Skúlason varð Íslandsmeistari í rafeindavirkjun.
Droplaug Dagbjartsdóttir fékk viðurkenningu fyrir bestan árangur í forritunarhluta keppninnar í rafvirkjun, Jóhann Ernir Franklín hreppti annað sætið í rafeindavirkjun, Sigursteinn Arngrímsson var nálægt því að ná bronssætinu í húsasmíðinni og Jón Steinar Árnason varð í þriðja sæti í málmsuðukeppninni og Steindór Óli Tobiasson í því fjórða.
Hér að neðan má sjá lista yfir keppendur og þær greinar sem þau kepptu í ásamt myndum frá viðburðinum frá VMA.
Húsasmíði
Sigursteinn Arngrímsson
Málmsuða
Jón Steinar Árnason
Steindór Óli Tobiasson
Rafeindavirkjun
Hreiðar Logi Ásgeirsson,
Jóhann Ernir Franklín
Sindri Skúlason
Rafvirkjun
Óliver Pálmi Ingvarsson
Droplaug Dagbjartsdóttir