Tveir fluttir á slysadeild – Mikil hálka á Akureyri

Tveir einstaklingar hafa verið flutt­ir á slysa­deild á Ak­ur­eyri í morg­un með áverka á höfði eft­ir hálku­slys. Samkvæmt Lögreglunni á Akureyri er fljúgandi hálka en um tíu stiga hiti er á svæðinu.

Á Face­book-síðu lög­regl­unn­ar kem­ur fram að svell sé víða á göt­um, bif­reiðastæðum og gang­stíg­um. Staðan er svipuð víða á Norðaust­ur­landi en unnið er að því að bera á göt­ur og stíga, seg­ir á Face­book. Lögreglan hvetur fólk til þess að fara varlega.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó