Tveir aðilar fluttir á SAK eftir efnaleka í Endurvinnslunni

Tveir aðilar fluttir á SAK eftir efnaleka í Endurvinnslunni

Tveir aðilar voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri vegna efnaleka í Endurvinnslunni á Akureyri í dag. Enginn er talinn í lífshættu.

Á vef RÚV segir að samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni lét starfsfólk Endurvinnslunnar vita af mögulegum efnaleka eftir að þau fundu fyrir ertingu í augum og öndunarfærum. Það var talið stafa af efni sem hafði ratað inn á flöskumótttöku Endurvinnslunnar.

Lögregla telur að efnið hafi verið vökvi í flösku, sem starfsfólk hafi hellt í niðurfall eins og venjan er á flokkunarstöðinni.

Uppfært 15:37

Búið er að aflétta öllum lokunum. Lögregla og Slökkvilið eru að ljúka störfum á vettvangi

Nánar um málið hér:

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó