Tveimur skemmtistöðum á Akureyri lokað af lögreglu á föstudagEkki er vitað hvaða skemmtistaðir fengu á sig kæru sl. helgi.

Tveimur skemmtistöðum á Akureyri lokað af lögreglu á föstudag

Lögreglan á Norðurlandi eystra fóru um síðustu helgi og sinntu eftirliti á skemmtistöðum bæjarsins. Þar voru þeir að horfa á aldur gesta, opnunartíma, rekstrarleyfi, fjölda dyravarða og réttindi þeirra ásamt gestafjölda, afgreiðslu áfengis o.fl. Í kjölfar eftirlitsins voru þrír staðir sem fengu á sig kærur vegna brota á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald vegna dyravarðamála. Tveimur stöðum var lokað í framhaldinu á föstudagskvöldið. Á laugardeginum höfðu báðir staðirnir gert úrbætur í sínum málum og fengu því að opna aftur.

Taka eftirlit vínveitingahúsa nú fastari tökum en áður 

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að eitt hlutverka þeirra sé að hafa eftirlit með leyfisskildri starfsemi s.s. vínveitingahúsum að nú ætli hún að taka þau mál fastari tökum en áður. ,,Við höfum sent forsvarsmönnum veitingastaða bréf þar sem ábyrgðir þeirra og skyldur eru tíundaðar. Við fórum svo um síðustu helgi á þá veitingastaði í umdæminu sem eru með víðtækustu leyfin (vínveitingastaðir í flokki III) og sinntum eftirliti þar. Við munum fylgja þessu átaki eftir og sjá til þess að starfsemi vínveitingastaða í umdæminu falli að lögum og reglum þar um. Þá má geta þess að samskipti gengu almennt vel við starfsfólk staðanna og tók það vel í þetta eftirlit. Við þökkum fyrir það,“ segir í tilkynningunni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó