Talsvert hlýviðri hefur verið víða um land síðustu daga með tilheyrandi hláku og leysingum. Þessi hlýindakafli nær ákveðnum hápunkti á Akureyri í dag, þriðjudaginn 14. janúar. Samkvæmt spá Veðurstofunnar mun hlýna eftir því sem líður á daginn og spáir ellefu stiga hita klukkan tíu í kvöld.
Á morgun verður áfram hlýtt í veðri, en Veðurstofan spáir sex til níu stiga hita. Á fimmtudaginn næstkomandi fer svo að kólna á ný og hitastig fer undir frostmark um hádegisbilið.
UMMÆLI