NTC

Tvær úr Þór/KA í mexíkóska landsliðinu sem mætir Svíþjóð í júlí

Sandra Stephany Mayor Gutierrez

Í byrjun júlí fer Pepsi deild kvenna í mánaðar frí vegna Evrópumótsins í knattspyrnu. Þór/KA á einn fulltrúa í íslenska landsliðinu, Söndru Maríu Jessen.

Tveir leikmenn liðsins munu þó einnig fara í landsliðsverkefni. Þær Bianca Sierra og Sandra Stephany Mayor Gutierrez voru valdar í mexíkóska landsliðið sem mætir Svíþjóð í vináttuleik 8. júlí.

Sierra og Mayor voru báðar valdar í úrvalslið 1.-9. umferða deildarinnar á fótboltamiðlinum fotbolti.net en Sandra Mayor var einnig valinn leikmaður þessa umferða.

Mayor hefur spilað 57 leiki fyrir Mexíkó og skorað í þeim 11 mörk. Bianca Sierra sem spilar í vörninni á að baki 31 landsleik en á enn eftir að skora mark fyrir landsliðið.

Natalia Gomez sem leikur einnig með Þór/KA var í mexíkóska liðinu sem mætti Venesúela 10. júní. Þessa stundina er hún að glíma við meiðsli og er því ekki í hópnum gegn Svíþjóð.

Þór/KA mætir Val á útivelli 27. júní og Breiðabliki á Kópavogsvelli 2. júlí áður en landsleikjahléið vegna EM hefst. Liðið situr nú á toppi Pepsi deildarinnar með fullt hús stiga eftir 9 umferðir.

Sambíó

UMMÆLI