Tvær úr Þór/KA í A-landsliði Íslands

Anna Rakel Pétursdóttir gæri leikið sinn fyrsta A-landsleik

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvennalandsliðs Íslands, tilkynnti nú í hádeginu leikmannahóp sinn fyrir leik Íslands og Færeyja í undankeppni HM 2019.

Tveir leikmenn úr toppliði Þórs/KA eru í hópnum en það eru þær Sandra María Jessen og Anna Rakel Pétursdóttir.

Báðar hafa þær verið í lykilhlutverki í liði Þórs/KA undanfarin ár en Sandra María á 19 A-landsleiki að baki og fór með Íslandi á EM fyrr í sumar.  Anna Rakel er hinsvegar nýliði í A-landsliðinu en þessi 19 ára gamli leikmaður hefur leikið 24 landsleiki fyrir yngri lið Íslands.

Hópurinn í heild sinni

Agla María Albertsdóttir, Stjarnan
Anna Björk Kristjánsdóttir, LB07
Anna Rakel Pétursdóttir, Þór/KA
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðablik
Dagný Brynjarsdóttir, Portland Thorns
Elín Metta Jensen, Valur
Fanndís Friðriksdóttir, Breiðablik
Glódís Perla Viggósdóttir, FC Rosengard
Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgarden
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Valerenga
Hallbera Guðný Gísladóttir, Djurgarden
Hólmfríður Magnúsdóttir, KR
Ingibjörg Sigurðardóttir, Breiðablik
Katrín Ásbjörnsdóttir, Stjarnan
Rakel Hönnudóttir, Breiðablik
Sandra María Jessen, Þór/KA
Sandra Sigurðardóttir, Valur
Sara Björk Gunnarsdóttir , Wolfsburg
Sif Atladóttir, Kristianstad
Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó