Gæludýr.is

Tuttugu og fjórir kandídatar brautskrást frá Háskólanum á Akureyri í dag

Tuttugu og fjórir kandídatar brautskrást frá Háskólanum á Akureyri í dag

Í dag brautskrást 24 kandídatar af tveimur fræðasviðum Háskólans á Akureyri. Þar af eru sex að brautskrást úr grunnnámi og 18 úr framhaldsnámi.

Laugardaginn 15. febrúar 2025 verður þeim kandídötum sem brautskrást í dag fagnað sérstaklega á Vetrarbrautskráningarathöfn Háskólans á Akureyri. Sú athöfn er ætluð kandídötum sem brautskrást í dag sem og þeim sem munu brautskrást í febrúar 2025. Hér má nálgast helstu upplýsingar um athöfnina.

Háskólinn á Akureyri brautskráir einnig kandídata frá Háskólasetri Vestfjarða en kennsla í haf- og strandsvæðastjórnun og sjávarbyggðafræði fer þar fram. Af þeim 18 sem brautskrást úr framhaldsnámi eru 12 að ljúka námi við Háskólasetur Vestfjarða.

Eins og áður sagði brautskrást 24 kandídatar í dag:

Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasvið

  • Tveir kandídatar úr líftækni BS
  • Einn kandídat úr viðskiptafræði og sjávarútvegsfræði BS
  • Einn kandídat í auðlindafræði MS
  • Einn kandídat í heilbrigðisvísindum MS
  • Sex kandídatar í haf- og strandsvæðastjórnun MRM

Hug- og félagsvísindasvið

  • Einn kandídat úr sálfræði BS
  • Einn kandídat úr kennarafræði BEd
  • Einn kandídat úr lögreglufræði fyrir verðandi lögreglumenn, diplóma
  • Einn kandídat úr lögfræði ML
  • Einn kandídat úr heimskautarétti LLM
  • Tveir kandídatar úr heimskautarétti MA
  • Sex kandídatar úr sjávarbyggðafræði MA

Kandídatar fá prófskírteini sín send á lögheimili sitt á næstu dögum.

Sambíó

UMMÆLI