Yfir 100 þúsund manns hafa horft á myndband sem íþróttatímaritið Bleacher Report setti á Twitter í nótt. Þar er farið yfir ótrúlegan feril Tryggva Snæs Hlinasonar til þessa og sagt að þessi stóri Íslendingur gæti verið næsta stórstjarna NBA deildarinnar í Bandaríkjunum.
Tryggvi gekk til liðs við Spánarmeistara Valencia á síðasta ári og hefur verið að heilla með spilamennsku sinni fyrir liðið undanfarið. Hann var á dögunum valinn íþróttamaður Akureyrarbæjar árið 2017 en líkt og kemur fram í myndbandi Bleacher Report byrjaði Tryggvi ekki að æfa körfubolta fyrr en fyrir rúmum þremur árum.
„Á 40 mánuðum fór hann frá því að vera krakki á bóndabýli sem hafði aldrei æft körfubolta í það að spila með Valencia. Ótrúlegt.“
Í myndbandinu sem má sjá hér að neðan er Tryggvi einnig sagður framtíð íslenska körfuboltans.
Meet the 7-foot Icelandic farmer who just might be the NBA's next big thing 👀 (➡️ @FIBA) pic.twitter.com/OpFCWFMnNT
— Bleacher Report (@BleacherReport) January 30, 2018
UMMÆLI